Örkennsla
Já það er gaman að horfa á video, en um það er ekki verið að ræða í dag. Við erum hins vegar að fjalla um það hvernig við tökum upp video og setjum það í tölvuna. Við þurfum firewire snúru til að taka upptökuna úr videovélinni og setja hana í tölvunna. Við veljum best quality for playback og ýtum á next. Svo velum við capture video. þar á eftir klippum við myndina, en við erum búin að læra það í gegnum ljósmyndirnar sem við tókum. Svo tók Salvör upp örkennsluverkefnið og eins og fyrr segir þá fjallaði ég um skák. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út.
Ég á að vera klár með 3 glærur fyrir næstu viku. Þá ætlar salvör að taka upp á video til að setja á glærurnar. Þetta er einstaklingsverkefni. Slóðin fyrir hot potatos er http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/gagnvirkni.htm . Ég ætla að kenna skák í örkennsluverkefninu.
Hot photatos eða sjóðheit kartafla eins og ég kýs að kalla forritið. Þetta forrit býður upp á ýmsa fídusa, eins og það að færa myndir úr stað. Þetta er mjög gott fyrir börn af yngri kynslóðinni. Þarna geta þau meðal annars parað saman allskonar hluti. Mjög spennandi og ekki nokkurn vafi á því að ég mun nýta mér þetta forrit í framtíðinni. Annars setti ég moviemaker stuttmyndinna á vefinn en það var eitthvað smá pat á mér vegna þess að ég vistaði hana eitthvað vitlaust en það lagast og mun ég þá segja hvernig til tókst.
Maður komst ekki í skólan í dag vegna óveðurs. Ég ætlaði að klára að gera stuttmyndina í ljósmyndun fyrir morgundaginn en verð víst að klára hana á morgun. Veður ofsin fór mest í 55m/s í vestu kvíðunum. Ég hætti bara við að fara í skólan. Betra að vera á lífi en dauður eins og skáldið hefði orðað það. Ég mun læra á morgum um örkennslu og læt ykkur fylgjast spennt með.
Gaman, gaman þetta er forrit er bara snilld. Ég er búin að gera mynd með ljósmyndum í moviemaker. Ég tók fyrir áramótin í Englandi, þegar ég og Hlöðver vorum hjá Jóa Kalla og Jófríði. Þetta forrit er óskaplega einfald í allri notkun. Það eru mjög góðar leiðbeiningar líka með því ef maður hefur ekki fengið góða kennslu í því. En ég fékk mjög góða kennslu í því, bæði hjá Salvöru og þeim heiðursmönnum Kalla Jepp og Manfreði, þar sem ég klippti eina stuttmynd á fimmtudag. Sí ja
Jæja þá er ég mættur aftur til leiks eftir gríðarleg veikindi. Ég missti alla síðustu viku út en kem sterkur inn aftur. Í dag lærðum við á forritið moviemaker en þar getur maður sett inn ljósmyndir og video. Í öðrum áfanga sem heitir ljósmyndun og stafræn myndvinnsla erum við líka að vinna með þetta sama forrit. Þar af leiðandi kann ég nokuð vel á þetta forrit. Ég hugsa að ég taki myndir sem ég á frá síðustu áramótum og skeyti þeim saman með skemmtilegu lagi og geri eitthvað vígalegt úr því. Það verður gaman að fylgjast með þessu.