Sigurður Hinrik

fimmtudagur, september 30, 2004

Myndvinnsla og vefleiðangur

Jæja í gær var farið yfir myndvinnsluforrit sem heitir fireworks. Þetta forrit er nánast því eins og photoshop. Þau hafa í basic sömu fídusa og því sé ég ekki munin á þeim. Enda var þetta bara kynning og alltaf gaman af þeim. Ég er búin að breyta og ætla að kynna Akranes í vefleiðangri. Leiðangrunn á að vera búin fyrir næsta mánudag.

laugardagur, september 25, 2004

Vefleiðangur ásamt fleiru

Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að nota í vefleiðangurinn minn. Ég ætla að höfða til unglingana og fjalla um forvarnir á vímuefnum. Kem seinna af því. Vefrallýið hjá mér er búið en ég var í miklum vandræðum að setja það á netið. Ég lærði að ég þyrfti að publishera heimasíðunni þegar ég væri búin að skrifa á hana. En Salvör beinti á miklu auðveldari leið sem ég ætla framvegis að nota. Oft spyr maður sjálfan sig hvort það sé ekki samstarf milli kennara? Allavega reddaðist þetta nokkuð vel. Ennig skoðaði ég nokkra skóla á netinu og bar þá saman en ég mun fjalla um það seinna þegar málin skýrast.

fimmtudagur, september 23, 2004

Vefleiðangur

Ég er búin að fá nokkrar hugmyndir um hvað ég mun fjalla um í vefleiðangrinum. Það efsta í huga mér er einhverskonar forvarnir fyrir elstu bekkinga um vímuefni. Þessi hugmynd er bara á teikniborðinu og getur vel breyst þegar nær dregur. Annars er vefrallýið búið og ég notaði hugmyndina um Egil Skallagrímsson. Annars kom það mér á óvart að ég fann bara eina síðu um hann en það er hún Harpa íslenskukennari í FVA sem heldur henni úti. Mig minnir nú samt að það séu til fleiri síður en ég fann allavega ekki fleiri.

laugardagur, september 18, 2004

Vefrallý

Á föstudaginn var farið yfir það hvernig við eigum að búa til vefrallý. Vefrallý er hugsað þannig að nemendur fá einhvern fjölda af spurningum um ákveðið efni sem þau eiga að svara. Kennarinn á að vera búin að útbúa spurningarnar sem eiga að vera nákvæmar og helst frekar auðveld að svara þeim. þar að segja svarið á að vera augljóst en ekki huglægt. Ég get séð fyrir mér að gera vefrallý um Egil Skallagrímsson og þá fyrir 10. bekk á akranesi, þar sem Egils saga gerist aðallega á Vesturlandi. Allavega eru það fyrstu drög hjá mér, svo er bara að sjá hvað verður í framhaldinu.

miðvikudagur, september 15, 2004

RSS fréttaveitur

Önnur skrif mín á blogginu eru um RSS en slóðin er http://www.bloglines.com . RSS er fréttalesari og er mjög sniðugt tæki sem vert er að nota í framtíðinni. Á þessari slóð er hægt að safna fréttum á vefnum á einum stað.

miðvikudagur, september 08, 2004

prófa aftur

hér prófa ég aftur ... ....

Fyrsta bloggið

Hér er ég í tíma í Kennó og ég er að prófa að setja upp blogg.
Þetta er námskeiðið upplýsingatækni og skólastarf og vefsíða námskeiðsins er:
http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/

Tímaáætlun og verkefnaskil:
http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/timaplan.htm